Fyrirtækið

Fagtækni hf. sérhæfir sig í alhliða hönnun og uppsetningu á tölvu- og rafmagnskerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið var stofnað árið 1990 og starfaði fyrstu árin undir nafni Matthíasar Sveinssonar, eiganda og stofnanda þess en því var breytt í einkahlutafélag árið 1995 og fékk þá nafnið Fagtækni.

"Fagtækni hefur frá upphafi tekið þátt í þróun á sviði upplýsingatækni og tölvusamskipta og var leiðandi í uppsetningum á Ethernet lagnakerfum. Í byrjun var fyrirtækið eingöngu í því að hanna og leggja raflagnir, en um leið og tölvukerfi fóru að verða til sáum við möguleika þar og erum nú leiðandi á sviði uppsetninga á tölvulagnakerfum. Fagtækni hefur einnig tekið að sér yfirumsjón og stýringu á undirverktökum í byggingariðnaði sem aðalverktaki þegar heildarverkþætti er um að ræða."