Um okkur

Stór verkefni

Síðustu árin hefur Fagtækni unnið stór verkefni á sviði raf- og tölvulagna auk uppsetningu tölvukerfa. Þar má nefna nú síðast var lokið við uppsetningu á raflagnakerfi og tölvumiðstöð fyrir höfuðstöðvar Íslenskrar Erfðagreinigar, einnig má nefna Múlastöð Landsímans, Landsbanka Íslands, Tölvumiðstöð Sparisjóðanna, Anza-Tækniakur, EJS, Hýsing, Hugur hf., B&L höfuðstöðvar, Nortica Hótel (Hilton), Reykjanesvirkjun, Urðahvarf 6 TM Softwer (Nýherji), Turninn Smáratorgi, Hraunbær 115 Heilsugæslustöð og fl. Ýmis verk fyrir Norðurál, Nýr tölvusalur fyrir Landsbanka Íslands. 

Einnig hefur fyrirtækið tekið að sér verkefni og yfirumsjón í alverktöku svo sem Hagkaup-Smárlind sem er 11 þúsund fermetrar og sá fyrirtækið um alla innréttingarverkþætti verslunarinnar. 

Öflugur tækjakostur

Til skoðunar á tölvukerfum þarf öflug tæki og er Fagtækni mjög vel búið öflugum tækjakosti. Eitt þeirra bestu er OptiView frá Fluke. Það lætur ekki mikið yfir sér en möguleikar þess til að greina vandamál í tölvukerfum eru ótvíræðir.

Þetta tæki les úr flest öllum vandamálum sem kunna að koma upp í tölvukerfinu. Með því að stinga því í samband við kerfið finnur það allan búnað og vinnustöðvar (ip-tölur og fl.) og sýnir alla flöskuhálsa sem fyrir hendi eru.

Það greinir upplýsingar sem tölvur senda á milli sín innan kerfisins og sér hvers konar umferð er á netkerfinu. Tækið safnar upplýsingum og greinir vandamálin og eining er hægt að fjarstýra aðgerðum um internetið. Með þessu styttist sá tími sem netið liggur niðri hjá viðkomandi fyrirtæki.