Forritunar námskeið í Instabus hjá DIAL í Þýskalandi

Nú í sumar fóru tveir af okkar starfsmönnum, þeir Arnar Leifsson og Reynir Sigurbjörnsson til Þýskalands á vegum fyritækisins á námskeið í Instabus forritum hjá DIAL sem er óháður aðili sem er viðukenndur af EIB að kenna slíka forritun.


Luku þeir félagar prófum með þvílíkum sóma, ásamt öllum þeim hópi Íslendinga sem þreyttu prófið, að önnur eins útkoma hefur ekki áður átt sér stað á enskumælandi námskeiði hjá DIAL, og hafa meira að segja reyndir verk- og tæknifræðingar fengið mun lakari útkomu en þessi hópur rafvirkja fékk.


Við óskum Arnari og Reyni til hamingju ásamt hinum íslendingunum sem tóku prófið.

Nýjustu fréttirnar