30+

Ára reynsla

Um Fagtækni hf.

UM OKKUR

Fagtækni hf. sérhæfir sig í hönnun og uppsetningu á tölvu- og rafmagnskerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið var stofnað árið 1990 af Matthíasi Sveinssyni og fékk núverandi heiti þegar það var gert að einkahlutafélagi árið 1995.



Frá upphafi hefur Fagtækni verið í fararbroddi á sviði upplýsingatækni og tölvusamskipta, og var meðal fyrstu fyrirtækja á landinu til að setja upp Ethernet-lagnakerfi. Starfsemin þróaðist hratt frá hefðbundnum raflögnum yfir í sérhæfða þjónustu við hönnun og uppsetningu á flóknum tölvulagnakerfum.


Fyrirtækið hefur einnig tekið að sér yfirumsjón með framkvæmdum sem aðalverktaki, þar sem heildarlausnir í raf- og tölvukerfum eru hluti af stærri byggingarverkefnum. Fagtækni hefur ávallt sett viðskiptavini sína í fyrsta sæti og kappkostað að veita fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum raflagna.

Stór verkefni

Á 30 ára starfsferli hefur Fagtækni unnið stór verkefni á sviði raf- og tölvulagna auk uppsetningu tölvukerfa og afldreifingar. Þar má nefna uppsetningu á raflagnakerfi og tölvumiðstöð fyrir höfuðstöðvar Íslenskrar Erfðagreinigar, Múlastöð Landsímans, Tölvusalir Landsbanka Íslands, Hilton Nordica Hótel, Reykjanesvirkjun, Urðahvarf 6 COWI, Turninn Smáratorgi, ýmis verk fyrir Norðurál. Allra nýjustu verkefnin eru nýr Kársnesskóli, Hjúkrunarheimili Hrafnistu Boðaþingi, Austurhöfn íbúðir, Skúlagata 4 (skrifstofur fjögurra ráðuneyta), Dalslaug og fleira. 


Einnig hefur fyrirtækið tekið að sér verkefni og yfirumsjón í alverktöku svo sem Hagkaup-Smáralind sem er 11 þúsund fermetrar þar sem fyrirtækið sá um alla innréttingarverkþætti verslunarinnar. 

Öflugur tækjakostur

Fagtækni kappkostar ávallt að hafa til reiðu besta mögulega tækjabúnað hverju sinni til að þjóna þörfum viðskiptavina. Á þetta við öll svið rafkerfa.


Til dæmist til skoðunar á tölvukerfum þarf öflug tæki og er Fagtækni mjög vel búið öflugum tækjakosti til greiningar og skýrslugerðar við mælingar netkerfa.

Stefna fyrirtækisins

Unnið frá grunnni

Fagtækni leggur ekki aðeins lagnir heldur býður upp á heildarlausnir sem felast í því að allar teikningar, verkáætlanir og kostnaðaráætlanir eru gerðar hjá fyrirtækinu á sviði raflagna og sérkerfa. Við teljum nauðsynlegt að halda trúnað við viðskiptavini okkar og einnig að sýna heiðarleika í hvívetna.



Með því að hafa allt uppi á borðinu frá upphafi veitum við bæði viðskiptavinum okkar og okkur sjálfum bestu mögulegar aðstæður til að vinna verkið og með árunum sést það æ betur hve traustið milli verksala og verkkaupa er mikilvægt. Hin síðustu ár hefur einnig orðið sú áherslubreyting hjá Fagtækni að í stað þess að ljúka uppsetningu rafkerfa og fara frá verkinu að því loknu eins og oft tíðkast hjá rafverktökum, höfum við boðið þjónustu okkar áfram með gerð þjónustusamninga sem er ótvíræður kostur fyrir verkkaupann.


Fagtækni hefur undanfarin ár unnið eftir eigin gæðakerfi, fyrirmynd af því kerfi er Handbók fyrir fyrirtæki sem ætla að taka upp vottað ISO9001 gæðakerfi og er stefnan tekin að ISO9001 vottuðu gæðakerfi. Öll vistun gagna og meðferð tólvupóst er eftir gæðakerfinu ásamt samskiptum við Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, Neytendastofu og veitufyrirtæki. Verklag er gert skýrara og ákveðnara með verklagsreglum ásamt eyðublöðum fyrir prófanir og úttekt eigin verka. 

New Title

Stöðugt nám

Mikil áhersla er lögð á endur- og símenntun starfsfólks fyrirtækisins og starfsfólk sent á námskeið bæði hér innanlands og erlendis.


Hvað framtíðina snertir verður kappkostað að vinna áfram af fullum heilindum fyrir viðskiptavini okkar og munum ávallt bjóða bestu hugsanlegu lausnina í hverju máli, hvort sem um er að ræða hönnun, teikningu eða heildarlausn á raflagnakerfum og þjónustu með þjónustusamningum við kerfin eftir að þau hefur verið sett upp.

REYNSLA

Vottanir

Fagtækni hefur lagt áherslu á fagleg vinnubrögð og gæðastarf, og býr yfir viðurkenndum vottunum sem tryggja að þjónustan uppfylli strangar kröfur um öryggi, gæði og áreiðanleika.