Þjónusta
Fagtækni hefur allt frá upphafi lagt mikla áherslu á að mæta öllum þörfum viðskiptavina þegar kemur að heildarlausnum í hönnun og uppsetningu tölvu- og raflagna ásamt sérlausna.
Á þeim 30 árum sem Fagtækni hefur verið starfandi hefur fyrirtækið verið svo lánsamt að vinna ýmis verkefni með framsæknustu fyrirtækjum Íslands og þetta hefur skapað gríðarlega sérþekkingu og reynslu innan fyrirtækisins.
Fagtækni sinnir öllum tegundum verkefna stórum sem smáum.
Fjarskipti
01
Mælingar á netkerfum
Við bjóðum upp á mjög sérhæfða þekkingu og lausnir á stíflum og greiningu vandamála sem koma upp í netkerfum með hátækni mælibúnaði frá Fluke. Mælum netkerfi og ljósleiðara og skilum vottuðum skýrslum úr mælitækjum til viðskiptavina.
Uppsetningar og lagnir netkerfa.
Fagtækni er sérhæft fyrirtæki í tölvulögnum og hefur um árabil verið leiðandi fyrirtæki í slíkum lagnakerfum.


Raflagnir
Fagtækni sérhæfir sig í öllum almennum raflögnum, hönnun og ráðgjöf fyrir fjölbreytt verkefni. Verkefnin eru allt frá því að vera agnarsmá viðvik uppí risavaxin verkefni opinbera aðila.
Okkar þekking er á mjög breiðu sviði hverskyns afldreifingu og stýringar á lág- og smáspennusviði.
02



Þjónustusamningar
Fagtækni leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Því býðst viðskiptavinum Fagtækni að gera þjónustusamning við fyrirtækið. Í stað þess að ljúka
uppsetningu rafkerfa og fara frá verkinu að því loknu eins og oft tíðkast hjá rafverktökum býður Fagtækni viðskiptavinum sínum eftirfylgni verkefna. Því fylgir ótvíræður kostur fyrir verkkaupa þar sem Fagtækni skuldbindur sig til að veita viðskiptavinumi sínum þjónustu allan sólahringinn sé eftir því óskað.
Þjónustusamningur felur í sér bæði reglulegt viðhald sem og allar almennar endurbætur. Einnig tökum við út kerfi eins og brunakerfi, neyðarlýsingar ofl.
03

Úttektir og vottanir
Fagtækni hefur starfsleyfi til úttekta á brunaviðvörunarkerfum og neyðar- og útlýsingu húsnæða o.fl. en þessi kerfi eru skoðunarskyld ár hvert að kröfu HMS. Starfsmenn okkar veita skjóta og góða þjónustu og skila skýrslu til opinbera aðila í kjölfar úttekta.