Háskólatorg
Nýbyggingar Háskóla Íslands; Háskólatorg, Gimli og Tröð, voru vígðar með hátíðarbrag, laugardaginn 1. desember. Byggingarnar eru samtals um 10.000 fermetrar og hýsa fjölþætta þjónustu við nemendur, starfsfólk og gesti Háskólans, deildir og rannsóknastofnanir. Fagtækni sá um allar tölvulagnir ásamt uppsetningu stórnbúnaðar fyrir loftræstingu og hússtjórnarkerfi.
