Vel heppnuð sýningaferð til Hannover

Í apríl sl var farið til Hanoover í þýskalandi á "Light und building" í Frankfurt og "Hanoover messe". Fóru héðan tveir vaskir menn í leit að vitneskju og á vit stórrra ævintýra, þeir Pétur Hákon Halldórsson og Stefán Arndal, og var sú ferð mjög gagnleg og nytsamleg í alla staði.


Miklar nýjungar voru kynntar á báðum sýningunum, enda samankomnir flest allir framleiðendur rafbúnaðar í heiminum. Að sögn þeirra félaga er það hverjum rafverktaka gagnlegt að kynnast frá fyrstu hendi nýjungum frá framleiðendum.


Mega heildsölurnar hér á Íslandi eiga mikið hrós fyrir að taka vel á móti rafverktökunum þarna úti sýningardagana og stóðu þær vel að kynningu sinna birgja .


Sýningin og sýningarsvæðið var með ólíkindum stórt og virtust allir sem einn af framleiðendunum leggja mikinn metnað í sýningarumgjörðina hjá sér og virtist ekkert vera sparað í glingri og flottheitum.

Nýjustu fréttirnar