Urðahvarf 6 - Nýjar höfuðstöðvar TM-software
Fagtækni hefur á síðustu misserum unnið að hönnun á raflögnum og sérkerfum í Urðahvarf 6 - 9000fm skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið mun hýsa nýjar höfuðstöðvar TM-software. Fagtækni mun einnig sjá um alla uppsetningu á almennum raflögnum ásamt sérkerfum mannvirkisins, sem tekur til hústjórnakerfis ásamt fjölnota háhraðanetslagna og tenginga til gagnaflutnings.
